Fordæmalausar móttökur við opnun Gina Tricot á Íslandi

Um helgina opnaði Gina Tricot verslanir í Kringlunni og svo á Glerártorgi á Akureyri beint í kjölfarið.  Móttökur voru „án fordæma“ eins og komist hefur verið að orði.  Gina Tricot opnaði í hádeginu á laugardag glæsilega verslun á aðalverslunargötu Glerártorgs á Akureyri og á fimmtudagskvöld við aðalrúllustigann í Kringlunni.  

Opnunin á Akureyri var ótrúlega vel heppnuð og framúrskarandi vel sótt enda bókstaflega röð út úr dyrum á Glerártorgi sem fylgdi beint í kjölfarið af því sem líkist helst rokktónleikum í Kringlunni á fimmtudagskvöld.

Mögnuð helgi að baki, 2 verslanir opnaðar í röð!

"Þessi helgi hefur verið engri lík og við erum við í skýjunum yfir móttökunum sem Gina Tricot hefur fengið bæði hér fyrir norðan sem og sunnan heiða.  Hverjum hefði grunað að eins konar rokktónleikar yrðu til við opnun okkar í Kringlunni og svo röð út úr dyrum á Glerártorgi sömu helgi Við erum ótrúlega þakklát okkar samstarfsfólki, samstarfsaðilum og öllum þeim þúsundum viðskiptavina sem gerði þessa stórkostlega helgi að veruleika.  Við erum full tilhlökkunar fyrir framhaldinu " segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi. 

Gina Tricot opnaði fyrst netverslun í mars á þessu ári sem hefur verið gríðarlega vel sótt sem er svo fylgt eftir með opnun tveggja verslana í röð. 

Móttökur langt fram úr væntingum Gina Tricot í Svíþjóð

"Við hjá Gina Tricot erum ótrúlega spennt að geta loks boðið vörur og verslunarupplifun okkar til viðskiptavina okkar á Íslandi. Við höfum séð mikla möguleika á íslenska markaðnum og vonuðumst eftir jákvæðri móttöku. Ótrúlega móttakan sem Gina Tricot fékk við opnun fyrstu tveggja verslana okkar fór langt fram úr þessum væntingum okkar, og við erum ótrúlega þakklátir fyrir hlýjar móttökur frá íslenskum viðskiptavinum okkar," segir Ted Boman, forstjóri Gina Tricot AB

Röð út úr dyrum fyrir norðan

„Það er okkur sönn ánægja að fá Gina Tricot á Glerártorg. Opnun verslunarinnar heppnaðist ótrúlega vel í alla staði en mikill spenningur hefur verið að magnast upp hér fyrir norðan sem sést best á því að röðin náði út úr dyrum verslunarmiðstöðvarinnar og var viðskiptavinum hleypt inn i hollum. Gina Tricot er stórglæsileg verslun sem bæði eflir og styrkir Glerártorg sem verslunarmiðstöð og við bjóðum þau hjartanlega velkomin," segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Glerártorgs

Þess má geta að umræddar þrjár verslanir eru þær fyrstu sem opnaðar eru skv. umboðsmanna fyrirkomulagi Gina Tricot AB við nokkurt land í heiminum.

Rokktónleikar í Kringlunni

„Við í Kringlunni erum í skýjunum með stórkostlegar viðtökur við opnun glæsilegrar verslunar Ginu Tricot. Við höfum á undanförnum vikum orðið vör við eftirvæntingu viðskiptavina en aðsóknin og stemningin á opnunarkvöldinu fór langt fram úr okkar björtustu vonum - í raun höfum við aldrei séð aðra eins stemningu. Gina Tricot er rokkstjarna," segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar

 

Myndband frá opnuninni í Kringlunni má finna hér: https://app.frame.io/presentations/40d25333-1f05-4100-8d1b-49ecf231af6b

Myndband frá opnuninni á Glerártorgi má finna hér: https://we.tl/t-RDC5eXYvcY

Ljósmyndir: https://we.tl/t-RDC5eXYvcY

Frekari upplýsingar veita undirritaðir góðfúslega: 

Lóa D. Kristjánsdóttir // Mobil: 771-7493 // Umboðsaðili GinaTricot á Íslandi // E-mail: loadagbjort@gmail.com 

Albert Þór Magnússon // Mobil: 691-3101 // Umboðsaðili GinaTricot á Íslandi // E-mail: albert.magnusson@gmail.com