gina tricot

Gina Tricot er sænsk tískukeðja sem var stofnuð árið 1997 og býður upp á tískufatnað á konur. Í dag rekur keðjan yfir 150 verslanir í 4 Evrópulöndum ásamt nokkrum netverslunum víðsvegar um heiminn. 97% af starfsfólki Gina Tricot eru konur.

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á fatnað og fylgihluti fyrir öll tilefni og alla daga vikunar, allt frá veislufötum og upp í einfaldar og ómissandi gallabuxur. Ástríða okkar er tíska og höfum við það að markmiði að bjóða viðskiptavinum okkar alltaf upp á nýja og spennandi verslunarupplifun, óháð því hvernig þeir versla eð hversu oft þeir versla.

Við erum alltaf að leita nýrra lausna til að þróa fyrirtækið þar sem við leggjum mikla áherslu á sjálfbærari tísku, skapandi vinnuumhverfi og einstök samstarfstækifæri. Þetta er allt hluti af því að verða betri í því sem við gerum - og sem alþjóðlegt tískufyrirtæki leggjum við hjartað okkar í það.

Úrval og skipulagning

Þar sem við erum tengdar okkar viðskiptavinum getum við boðið upp á fatnað og fylgihluti sem þeir krefjast, án þess að flækja hlutina. Við erum konur, sem vinnum fyrir konur. Á hverjum degi spyrjum við okkur sjálfa: Myndi ég klæðast þessu? Hvaða fylgihlutir myndu passa við þetta? Það er hinsvegar ekki nóg að bjóða bara upp á mikið úrval því þú þarft líka að búa yfir sérstökum hæfileikum og innsæi. Það er bæði krefjandi og skemmtilegt að tryggja að skuggamyndir, litir og gæði séu í takt, ásamt allri skipulagningu sem tryggir að rétta varan, sem endurspeglar tískuna hverju sinni, sé í verslunum á réttum tíma.

Aðalskrifstofa

Aðalskrifstofa Gina Tricot er staðsett í Borås, Svíþjóð. Þetta er einstök glerbygging sem var hönnuð af hinum virta sænska arkitekt, Gert Wingårdh. Þar starfa um 200 starfsmenn sem gegna mismunandi störfum, allt frá fatahönnun og innkaupum til markaðssetningar og bókhalds/fjármála.

Gina Tricot á Íslandi er fjölskyldufyrirtæki með umboðssamning við Gina Tricot AB. Í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Skeiðarás 8, 210 Garðabæ þar sem netverslun okkar er staðsett er hægt að sækja pantanir á auglýstum tímum. Að auki eru skrifstofur og lager ásamt annarri stoðþjónustu við starfsemi félagsins hér á land