Algengar spurningar

Hvernig eru skilareglur Gina Tricot?

- Við bjóðum viðskiptavinum okkar 30 daga skilarétt og 14 daga endurgreiðslu gegn framvísun kassakvittunar. Vörur þurfa að vera ónotaðar og í upprunalegu ástandi við skil. Allir verðmiðar og pakkningar sem fylgja vörum þurfa einnig að vera í upprunnalegu ástandi. Nærbuxum, sundbuxum, eyrnalokkum og snyrtivörum fæst hvorki skipt né skilað nema innsigli sé til staðar.

Ef hætt er við pöntun innan 14 daga frá móttöku hennar fæst full endurgreiðsla. Ef vörur, sem hætt hefur verið við, eru sendar til baka með pósti greiðir viðskiptavinur tilheyrandi sendingarkostnað. Alltaf er hægt að skila beint til okkar á lagerinn eða í verslanir án viðbótarkostnaðar.

Ekki er hægt að skila né skipta útsöluvörum.

Hvað gilda inneignarnótur lengi?

- Inneignarnótur sem Gina Tricot gefur út gilda í 3 ár frá útgáfudegi. Gina Tricot ber ekki ábyrgð á inneignarnótum sem týnast eða skemmast.

Er hægt að kaupa gjafabréf hjá ykkur?

- Já, við seljum gjafabréf bæði í verslunum okkar og hér í netverslun. Gjafabréf sem keypt eru í verslun gilda aðeins í verslun og þau sem eru keypt í netverslun gilda aðeins í netverslun.

Er mögulegt að breyta eða hætta við pöntun eftir að hún hefur verið gerð?

- Nei, því miður. Þegar pöntunin þín hefur verið skráð og flutt inn í kerfið okkar er ekki hægt að gera breytingar eða hætta við pöntunina. Hins vegar er þér alltaf velkomið að skila pöntuninni til okkar.

Er mögulegt að breyta um afhendingarstað eftir að pöntun hefur verið gerð?

- Því miður þá getum við ekki breytt pöntun á nokkurn hátt eftir að hún hefur verið skráð. Þetta felur í sér breytingar á afhendingarmáta og greiðslumöguleikum.

Ég hef ekki fengið staðfestingu á pöntun

- Um leið og pöntun hefur verið gerð færðu staðfestingu á henni í pósthólfið þitt. Stundum lenda þessir tölvupóstar í ruslmöppu og biðjum við þig um að athuga þangað áður en þú hefur samband við okkur. 

Það vantar vöru í pöntunina mína

- Þegar pöntun er gerð er rukkað fyrir allar vörurnar í pöntuninni. Birgðakerfið okkar á það einstaka sinnum til að birta vörur sem ekki eru til. Í þeim tilfellum er varan endurgreidd. Við sendum tölvupóst um leið og við sjáum að varan sé ekki til. Ef borgað er með korti þá getur endurgreiðslan tekið allt að 6 virka daga. 

Hversu gamall/gömull þarf ég að vera til að panta hjá Gina Tricot?

- Þú þarft að hafa náð 16 ára aldri.

Hver er afhendingartími Gina Tricot?

- Gina Tricot afgreiðir pantanir eins fljótt og auðið er. Afhendingartími sem er gefinn upp er 2-3 virkir daga. Sé valin hraðþjónusta eru pantanir sem framkvæmdar eru fyrir kl. 16:00 afgreiddar samdægurs. Pantanir merktar þessari þjónustu sem ekki næst að afgreiða samdægurs eru afgreiddar í gegnum Dropp skv. skilmálum þess fyrirkomulags. (Sjá skilmála hér)

Er hægt að rekja pöntun?

- Aðeins er hægt að rekja pantanir sem sendar eru með Dropp og Póstinum.

Má einhver annar en ég sækja pakkann?

- Ef þú vilt að einhver annar sæki pakkann þar sem þú kemst ekki til að sækja hann máttu hafa samband á netverslun@ginatricot.is

Endurgreiðið þið sendingarkostnað?

- Kjósi neytandi að skila vöru sem ekki er gölluð þá ber honum að greiða tilheyrandi sendingarkostnað sjálfur. Alltaf er hægt að koma með og skila vörum á lagerinn okkar án viðbótarkostnaðar. Ef í ljós kemur að þú hefur fengið ranga eða gallaða vöru senda greiðum við sendingarkostnað.