Varan var ekki til, hvað gerist nú?
Við endurgreiðum þér þær vörur sem ekki voru til.
Ef greitt var með millifærslu þarf að senda tölvupóst á netverslun@ginatricot.is með upplýsingum um kennitölu og reikningsnúmer.
Get ég fengið aðra vöru í staðinn í sömu sendingu?
Þú getur sent okkur póst á netverslun@ginatricot.is með upplýsingum um þá vöru sem þú vilt í staðinn. Ef sendingin er ekki farin af stað þá setjum við vöruna með í sendinguna.
Af hverju er varan ekki lengur til?
Við gerum okkar besta til að tryggja að birgðastaðan á vefsíðunni sé sem réttust. Það gerum við m.a. með því að fara reglulega í gegnum allar birgðir og telja hverja einustu vöru. Í sumum tilfellum getur þó verið erfitt að koma algerlega í veg fyrir að vörur vanti. Til dæmis gæti verið að varan hafi verið send frá lagernum okkar til verslunar á sama tíma og þú pantaðir hana á netinu. Á miklum álagstímum hefur það líka gerst að tveir einstaklingar hafi keypt sömu vöruna á nákvæmlega sama tíma á vefsíðunni og því hafa báðar pantanir farið í gegn þó aðeins eitt stykki væri til.