Fréttatilkynning frá Gina Tricot á Íslandi 

Yfirtaka Gina Tricot klúbbsins á Auto - Ógleymanlegt partý sem sló í gegn!

Gina Tricot klúbburinn lét til sín taka á klúbbnum Auto um helgina með það að markmiði að veita gestum ógleymanlega upplifun og skemmtun – sem heldur betur sló í gegn.

Prettyboitjokko í partýi hjá Gina Tricot klúbbnum  Clubdub að skemmta gestum í partýi hjá Gina Tricot

Staðurinn var pakkaður af fólki og stemmningin frábær en dansað var inn í nóttina undir tónum DJ Gandra á meðan kynnir kvöldsins var hin sískemmtilega og lífsfjöruga Helga Margrét. Kvöldið náði hámarki þegar klúbbmeðlimir fengu að upplifa skemmtun af bestu gerð þegar Prettyboitjokko og ClubDub tóku sviðið og trylltu gestina og skildu eftir sig ótrúlega ánægða klúbbmeðlimi Gina Tricot klúbbsins.

Það var ekki það eina því partýið bauð upp á lukkuhjól fyrir alla sem mættu í tískufatnaði frá Gina þar sem gestir gátu reynt hvort þeir hefðu heppnina með sér þar sem hæstu verðlaun voru 10.000 kr. gjafabréf í versluninni og voru töluvert margir sem hrepptu hnossið þetta kvöldið. Við bíðum með eftirvæntingu eftir næsta viðburði Gina Tricot klúbbsins!

Myndir og myndbönd tala sínu máli um ósvikna, geggjaða stemmningu og fylgja hér með:

TIKTOK
https://www.tiktok.com/@ginatricoticeland/video/7284719124079480097?is_from_webapp=1&sender_device=pc&web_id=7208664176260548101


INSTA
https://www.instagram.com/reel/Cx1JNu6IxZU/?utm_source=ig_web_copy_link&igshid=MzRlODBiNWFlZA==

Háupplausna myndir má nálgast hér:

https://collect.wetransfer.com/board/s22g1b9s26yi52wih20231001214147?token=57d49136-9608-466c-a46b-2de00074d057&fbclid=IwAR0XHGSdTjQ4hK5ZEjALFOSnuZ4wPwe1hVb_1m1CsXsoeBMfv6mLl2bOMog

 

Ný netverslun ginatricot.is opnaði 17. Mars, www.ginatricot.is.

Fylgjast má með á Instagram síðunni @ginatricoticeland og á tiktok.com/@ginatricoticeland.

 

Nokkrar lykilstaðreyndir um Gina Tricot:

  • Gina Tricot býður upp á kventískufatnað, fylgihluti og heimilisvörur
  • Gina Tricot starfrækir um 150 verslanir í 4 löndum og á netinu í öllum Evrópulöndum
  • Verslanir Gina Tricot eru í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Þýskalandi og nú á Íslandi
  • Hjá fyrirtækinu starfa um 1.500 manns
  • Aðalskrifstofur Gina Tricot eru í Borås i Svíþjóð
  • Frekari upplýsingar má finna á www.ginatricot.com/companyinformation/about-ginatricot

 

Frekari upplýsingar veita undirritaðir góðfúslega: 

Lóa D. Kristjánsdóttir / Farsími: 771-7493 / Umboðsaðili GinaTricot á Íslandi / E-mail: loadagbjort@gmail.com     

Albert Þór Magnússon / Farsími: 691-3101 / Umboðsaðili GinaTricot á Íslandi / E-mail: albert.magnusson@gmail.com