Skil á vöru

Þú hefur 30 daga til að skila vöru, talið frá þeim degi sem þú fékkst pöntunina þína. Ef þú vilt beita skilarétti þínum verður varan að vera í upprunalegu ástandi, ónotuð og með öllum merkimiðum enn áföstum. Ekki er hægt að skila nærfatnaði, sundfötum sem plastinnsiglið hefur verið fjarlægt af, snyrtivörum og eyrnalokkum. Ef hætt er við pöntun innan 14 daga frá móttöku hennar fæst full endurgreiðsla. Ef vörur, sem hætt hefur verið við, eru sendar til baka með pósti greiðir viðskiptavinur tilheyrandi sendingarkostnað. Alltaf er hægt að skila beint til okkar á lagerinn eða í verslanir okkar án viðbótarkostnaðar. Sjá nánar í skilmálum hér.