Afhending

Markmið okkar er alltaf að þú fáir pöntunina þína innan 2-3 virka daga (þ.e. helgar og frídagar ótaldir). Hins vegar getur afhendingartíminn verið breytilegur miðað við magn pantana sem við erum að vinna úr auk óviðráðanlega aðstæða sem við getum lent í. Sé valin hraðþjónusta eru pantanir sem framkvæmdar eru fyrir kl 16:00 afgreiddar samdægurs. Pantanir merktar þessari þjónustu sem ekki næst að afgreiða samdægurs eru afgreiddar í gegnum Dropp skv. skilmálum þess fyrirkomulags. (Sjá skilmála hér)

Birgðakerfið okkar á það einstaka sinnum til að birta vörur sem ekki eru til. Í þeim tilfellum er varan endurgreidd. Við sendum tölvupóst um leið og við sjáum að varan sé ekki til. Ef borgað er með korti þá getur endurgreiðslan tekið allt að 6 virka daga. 

Þegar pöntun er send frá vöruhúsi okkar færð þú senda staðfestingu með upplýsingum um hvernig á að fylgjast með sendingunni. Athugaðu að aðeins er hægt að rekja pantanir sem sendar eru með Dropp og Íslandspósti.

Ef afhendingu seinkar verulega eða í meira en 20 daga hefur þú heimild til að hætta við kaupin. Í slíku tilviki biðjum við þig um að hafa samband á netverslun@ginatricot.is.