Fyrsta verslun Gina Tricot opnar í Kringlunni 23. nóvember kl. 19:00

Sænska tískufatakeðjan Gina Tricot opnar sína fyrstu verslun á Íslandi í Kringlunni þann 23. Nóvember kl. 19:00! Verslunin  sem mun bjóða konum upp á tískufatnað og fylgihluti sem og fatnað á stúlkur í stærðum 134-164 verður beint framan við  aðalrúllustiga Kringlunnar í tveimur sameinuðum rýmum sem telja samtals um 280 fm. Gina Tricot er ein af stærstu tískufatakeðjum Svíþjóðar með um 150 verslanir í 4 löndum en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Borås, hjarta sænsks  textíliðnaðar. 

Vinsæl netverslun Gina Tricot opnaði um miðjan marsmánuð í ár og hefur verið tekið gríðarlega vel frá upphafi. Samhliða því hefur  Gina Tricot klúbburinn stækkað óðum og hefur staðið fyrir uppákomum víða um land og hélt m.a. partí fyrir klúbbmeðlimi á skemmtistaðnum Auto á dögunum.  

”Við erum öll í skýjunum yfir því hvernig móttökur hafa verið á Gina Tricot hjá okkar frábæru viðskiptavinum. Stemmningin hefur verið engu lík og að geta opnað okkar fyrstu verslun á þessum framúrskarandi stað í fjölsóttustu verslunarmiðstöð landsins, Kringlunni, er  okkur sönn ánægja. Við erum ótrúlega spennt að opna dyrnar fimmtudagskvöldið, 23. nóvember fyrir okkar frábæru viðskiptavinum!”– segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi. 

Aðilum verður gert mögulegt að taka þátt í veislunni frá upphafi en fyrir opnun verður opið fyrir skráningar í Gina Tricot klúbbinn fyrir  framan fyrirhugaða verslun þar sem möguleiki er að snúa lukkuhjóli og þannig freista gæfunnar. Enginn fer þó heim tómhentur því  gjafapoki fylgir en að auki er þátttakendum gert kleift að taka þátt í aðalveislunni og mæta í opnunarkvöldið þann 23. nóvember undir dynjandi tónlist DJ Gandra. 

”Við höfum lagt mikið kapp á að fá Gina Tricot hingað í húsið því við teljum að vörumerkið smellpassi inn í þá verslanaflóru sem hér er fyrir og okkar viðskiptavinir munu fagna komu vörumerkisins sem bætist við það mikla vöru- og þjónustuúrval sem Kringlan státar af. Við bíðum spennt eftir opnuninni og því að geta tekið á móti hressum viðskiptavinum Gina Tricot hér í vinsælustu verslunarmiðstöð  landsins, Kringlunnar,”-segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar. 

Útlit fyrstu verslunar Gina Tricot fylgir nýrri innréttingahönnun fyrirtækisins sem leit fyrst dagsins ljós á Drottninggatan í Stokkhólmi á síðasta ári. Hönnunin er „ofurnútímaleg“ með vísan í skandinavískan uppruna vörumerkisins þar sem ljósir litir og mjúkir tónar og  viðaráferð kallast á við skjái og innréttingar sem veita innblástur og draga fram nýjustu línur Gina Tricot.  

Verslunin er drifin áfram af nýju innkaupakerfi sem notast við gervigreind og RFID örmerki til að tryggja sem best aðgengi að helstu  nýjungum, minnka birgðautanumhald og koma í veg fyrir sóun í aðfangakeðjunni. Sérstakt þjónustusvæði mun tryggja einfaldað aðgengi  þeirra sem sækja netpantanir sínar auk þess sem sjálfsafgreiðsla verður í boði til að tryggja skjóta afgreiðslu fyrir þá viðskiptavini sem  það kjósa. 

Gina Tricot á Islandi er rekin í gegnum umboðssamning við Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon. 

„Við höfum fylgst með uppgangi vörumerkis Gina Tricot á Íslandi í gegnum farsæla opnun netverslunar nú í vor og erum ótrúlega spennt  að opna dyr verslunar fyrir okkar frábæru viðskiptavinum á Íslandi þann 23. nóvember!“, segir Ted Boman, forstjóri Gina Tricot AB 

Gina Tricot leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð, áhrif sín á umhverfið og að vera virkur þátttakandi í að skapa sjálfbærari  tískuiðnað, t.d. með því að endurhanna eldri flíkur s.s. í samstarfi við hönnuði úr hönnunarháskólanum í Borås auk þess að kynna línur  sem byggja á að endurvinna flíkur og efni og þannig byggja undir hringrásariðnað. Gina Tricot er einnig samstarfsaðili samtaka eins og  UN Women, UNICEF og Alheimssjóð fyrir náttúruna (World Wildlife fund for nature) ásamt því að framleiða vörur undir vottunum  svansmerkisins (e. The Nordic Swan Ecolabel) og GOTS (e. Global Organic Textile Standard) sem tryggir notkun bómullar framleidd  með sjálfbærari hætti. Síðan 2011 hefur Gina Tricot verið aðili að Amfori, áður BSCI, sem hefur að markmiði að bæta félagslegar aðstæður og umhverfismál í aðfangakeðjunni. 

Fyrsta verslun Gina Tricot opnar dyr sínar 23. nóvember kl. 19:00 við aðalrúllustiga Kringlunnar 

Þú getur skráð þig í klúbbinn á www.ginatricot.is og við inngang nýrrar verslunar á 2. hæð Kringlunnar. Finndu okkur á FB, Instagram og TikTok, @ginatricoticeland 

Nokkrar lykilstaðreyndir um Gina Tricot: 

  • Gina Tricot býður upp á kventískufatnað, fylgihluti og heimilisvörur 
  • Gina Tricot starfrækir um 150 verslanir í 4 löndum og á netinu í öllum Evrópulöndum 
  • Verslanir Gina Tricot eru í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Þýskalandi og nú á Íslandi 
  • Hjá fyrirtækinu starfa um 1.500 manns 
  • Aðalskrifstofur Gina Tricot eru í Borås i Svíþjóð 
  • Frekari upplýsingar má finna á www.ginatricot.com/companyinformation/about-ginatricot 

Frekari upplýsingar veita undirritaðir góðfúslega: 

Sanna Danielsson // Tel: +46 33 799 1900 // Press Contact // E-mail: sanna.danielsson@ginatricot.com 

Lóa D. Kristjánsdóttir // Mobil: 771-7493 // Umboðsaðili GinaTricot á Íslandi // E-mail: loadagbjort@gmail.com 

Albert Þór Magnússon // Mobil: 691-3101 // Umboðsaðili GinaTricot á Íslandi // E-mail: albert.magnusson@gmail.com