Tískukeðjan Gina Tricot, sem nýlega opnaði netverslun á Íslandi í gegnum
umboðssamning , frumsýnir nú nýjasta hönnunarsamstarf sitt þar sem áhersla er á
sjálfbærni og undirfatnað. Í samvinnu við sænska undirfatamerkið Allvar Underwear kynnir Gina Tricot undirfatalínu í afar takmörkuðu magni en efnin í línunni eru framleidd úr sænskum trjám.

Frá sænskum skógum í mjúk og slétt undirföt, þessi einstöku undirföt eru framleidd úr efnum sem finnast í skóglendi Ångermanlands en þar eru skógarnir FSC og PEFC vottaðir sem ábyrg skógrækt. Textíllinn er framleiddur í Evrópu og flíkurnar saumaðar af frumkvöðlafyrirtæki sem stofnað var af nokkrum konum og er staðsett í vöggu sænsks textíliðnaðar í bænum Borås í Svíþjóð. Öll virðiskeðja línunnar, allt frá efnivið skógarins að fullunninni vöru kemur frá sama bænum til þess að lágmarka flutningskostnað og styðja við kvenfrumkvöðla á staðnum. Þetta köllum við sjálfbært samstarf.

,,Það er svo frábært að við skyldum geta útbúið textíl sem er nánast eingöngu úr
sænskum skógi sem hefur vaxið hér í 100 ár. Efnið er framleitt á sjálfbæran hátt
innan Evrópu og með því að sauma flíkurnar í Svíþjóð náum við að gera þetta á
einnig sanngjörnu verði,” segir Niklas Gilmark, viðskiptastjóri hjá Allvar Underwear.
Línan sem kemur í takmörkuðu upplagi samanstendur af 14 flíkum í 2 fallegum litum og er nú fáanleg á www.ginatricot.is